Um félagið

Megin tilgangur félagsins er að standa vörð um réttindi einhleypra kvenna sem velja að eignast barn/börn með gjafakynfrumum eða gegnum ættleiðingu og barna þeirra. Ennfremur að sinna fræðslustarfi um stöðu og hagsmuni einhleypra kvenna sem eiga börn getin með gjafakynfrumum eða gegnum ættleiðingu og skapa vettvang fyrir samræðu og samstarf.

Í lögum nr. 130/1999, um ættleiðingar, var lögfest sú undantekningarregla að einhleypir einstaklingar gætu ættleitt barn að ákveðnum skilyrðum uppfylltum.
Í lögum nr. 54/2008 var lögum um tæknifrjóvgun breytt á þann veg að einhleypar konur öðluðust rétt til tæknifrjóvgana.

Þegar hefur nokkur fjöldi einhleypra kvenna nýtt sér þennan rétt og eignast börn eftir meðferð með tæknifrjóvgun eða með ættleiðingu, ennfremur má ætla að einhver hópur kvenna hafi haldið utan til tæknifrjóvgunar áður en lögunum var breytt hér.

Allar einhleypar konur sem eignast hafa börn með gjafakynfrumum eða gegnum ættleiðingu, eða konur sem eru í slíku ferli, eru hvattar til að sækja um aðild að félaginu og taka þátt í starfi þess.

Hægt er að skrá sig hér eða með því að senda tölvupóst á [email protected]

Stjórn félagsins 2025-2026 skipa:
Ósk Vífilsdóttir – formaður
Ingveldur Kristjánsdóttir – gjaldkeri
Sonja Guðlaugsdóttir – ritari
Svava G Margrétardóttir – meðstjórnandi